Matthias Kokorsch is Academic Director of Coastal Communities and Regional Development at the University Centre of the Westfjords.
Message from the RSA Ambassador to Iceland:
Kæru kollegar,
Ég er fagstjóri meistaranáms í Sjávarbyggðafræði og hef því mikinn áhuga á ýmsum þáttum byggðafræðinnar. Bakgrunnur minn er landafræði og félagsvísindi og undanfarin ár hef ég lagt stund á rannsóknir sem snúa að íslenskum strandbyggðum.
Það eru nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna samstarfsvettvangur eins og RSA ætti að sýna rannsóknum í byggðaþróun á Íslandi áhuga. Íslenskir vísindamenn og þeir sem starfa á sviði byggðaþróunar geta lært mikið af alþjóðlegum og virtum hópi sérfræðinga og af umræðum um stefnumótun og greiningu á sviði byggðamála. En það er einnig margt sem hið alþjóðlega rannsóknarsamfélag getur lært af reynslu Íslendinga: hvernig getum við leyst vandamál varðandi byggðaþróun og þær félags- og efnahagslegu sem og lýðfræðilegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir?
Ísland er annars vegar nokkuð einstakt land: strjálbýl eyja í Norður-Atlantshafi með tiltölulega fábreytt efnahagsskipulag, mjög ójafna dreifingu íbúa og umdeildar náttúruauðlindir. Hins vegar eru þeir erfiðleikar sem Íslendingar upplifa varðandi þróun byggða algengir annars staðar.
Persónulega hef ég mestan áhuga á þremur málefnum:
– Sameining sveitarfélaga. Fjöldi sveitarfélaga hefur breyst gríðarlega síðan árið 1995. Um þetta er mikið deilt og enn frekari breytingar eru fyrirhugaðar á næstu árum. Sameiningar sveitarfélaga eru algengar á Norðurlöndum og alþjóðleg samskipti við vísindamenn á sviði byggðaþróunar ættu því að geta orðið frjósöm.
– Verkefnið “Brothættar byggðir” sem rekið er af Byggðastofnun. Hvernig er hægt að betrumbæta það og hvað geta samfélög utan Íslands lært af verkefninu? Hvernig eru samfélög á öðrum strjálbýlum svæðum að takast á við núverandi áskoranir?
– Hvernig er hægt að umbreyta hinu hefðbundnu sjávarþorpi með góðum árangri? Og hvernig á að skilgreina árangur? Hvernig á að takast á við samfélög sem eru að glíma við vandamál sem eru af félags-efnahagslegum, lýðfræðilegum og skipulagslegum toga? Hvernig eru samfélög utan Íslands á takast á við slíkar áskoranir?
Þér er hér með boðið að taka þátt í umræðu um þessi og önnur mál er snúa að byggðaþróun og deila þeim með alþjóðlegum hópi vísindamanna og annarra sem starfa á sviðinu. Ég er meira en tilbúinn til að deila rannsóknum og upplýsingum í gegnum vettvang RSA um leið og ég er mjög spenntur fyrir framlögum frá íslenskum vísindamönnum. Þar sem RSA byggir á félagsaðild skiptir miklu máli að félagsmenn séu virkir og leggi sitt af mörkum í starfinu, til að styrkja samtökin.
Bestu kveðjur,
Matthias
Dear colleagues,
I am the program director of the Master “Coastal Communities and Regional Development” and thus very interested in different aspects of regional studies. My background is geography and social sciences and I researched Icelandic coastal communities during the past few years.
There are several reasons why to study Icelandic regional development in a network like the RSA. Icelandic scientists and regional developers can gain a lot from the experiences of an international and prestigious group of experts, ongoing international policy debates and the analysis of regional issues. But there is a lot that the international research society can learn from the Icelandic experiences too: how do we solve problems regarding regional development and the socio-economic and demographic challenges.
On the one hand Iceland is quite unique: a sparsely populated island in the North-Atlantic with a comparatively undiversified economic structure, a very unbalanced population distribution and contested natural resources. On the other hand, the Icelandic difficulties are not uncommon in regional development in other places too.
I am personally interested in three issues:
– Municipality amalgamations. The number of municipalities has changed tremendously since 1995. This is heavily contested and even more drastic changes are planned in the coming years. Amalgamations are not uncommon in the Nordic region and thus international exchange with regional scientists can be fruitful.
– The project Brothættar Byggðir (Fragile Communities) run by Byggðastofnun. How can it be improved and what can communities outside of Iceland learn from this project? How do communities in other sparsely populated areas face current challenges?
– How can the transformation of traditional fishing villages be created successful? And how to define success? How to deal with communities that are facing socio-economic, demographic and structural problems? How do communities outside of Iceland approach these challenges?
I invite you to discuss these and other regional issues and share them with an international audience. I am happy to share research and information through the RSA platform and would like to see input from the regional scientists in Iceland. As a membership-based organisation, an important strength of the Association is the degree to which members participate and contribute to our work.
Best regards,
Matthias